Greiðsla
Kaupandi getur innt greiðslu af hendi með kreditkorti eða debetkorti. Kortafærslur fara í gegnum örugga greiðslusíðu Rapyd.Afhending vöru
Allar pantanir á höfuðborgarsvæðinu eru settar í póst innan 24 tíma frá pöntun, nema annað sé tekið fram eins og á við t.d. í vöruflokkinum Magnkaup.Vöruskil
Kaupandi hefur 14 daga frá móttöku vöru til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í óuppteknum og upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Kvittun fyrir vörukaupum þarf að fylgja. Að ofangreindum skilyrðum uppfylltum og eftir að varan er móttekin, er gengið frá endurgreiðslu. Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur og kaupandi greiðir sendingargjald þegar vöru er skilað. Ef pakki er ekki sóttur á pósthús áskilur seljandi sér rétt til að halda eftir kostnaði við sendingar. Skilmálar fyrir kaup á vörum sem ekki eru til á lager Við kaup á vörum sem ekki eru til á lager býðst kaupendum verulegur afsláttur miðað við verð á íslenskum markaði. Þessar vörur eru sérpantaðar og sendar sérstaklega fyrir hvern kaupanda, og með kaupum á slíkum vörum samþykkir kaupandi eftirfarandi skilmála: Skil og afpantanir Ekki er hægt að skila vörum á Íslandi. Kaup og sendingu þessara vara annast Scandinavian Innovations S.L. (CIF B75462523), sem sér um sendingar fyrir norræna markaði fyrir hönd Riba Mundo Tecnología, eins af leiðandi raftækjafyrirtækjum Evrópu. Ef þú vilt hætta við pöntunina án kostnaðar, þarftu að gera það áður en varan er send (yfirleitt innan 24 klukkustunda). Eftir að varan hefur verið send verður að greiða sendingarkostnað og tollgjöld ef hætta á við kaupin. Varan verður einnig að vera í upprunalegum og óopnuðum umbúðum þegar hún er send til baka til okkar aðstöðu á Spáni. Endurgreiðsla verður framkvæmd innan 24 klukkustunda eftir að varan hefur borist til baka og beiðni um afpöntun hefur verið samþykkt. Ábyrgð og stuðningur Ef varan reynist skemmd getur þú haft samband við FAO ehf til að fá aðstoð með ábyrgðarferlið. Vörur sendar af Scandinavian Innovations eru með 3 ára ábyrgð. Mikilvægar upplýsingar FAO ehf, eða önnur framtíðarfyrirtæki á Íslandi, sinna eingöngu flutnings- og ábyrgðarþjónustu og hafa enga tengingu við tunglskin.is. Með þessu tryggjum við gagnsæi í kaupum þínum og skýrar leiðbeiningar um pantanir, afpantanir og ábyrgðarmál.Vöruverð
Öll vöruverð eru birt með fyrirvara um prentvillur og áskiljum við okkur rétt til að hætta við viðskipti hafi rangt verð verið gefið upp.Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.Útlit vara
Ný tunglskin ehf. ber ekki ábyrgð á því ef keypt vara er ekki nákvæmlega eins á litinn og myndir vefverslunnar gefa upp. Í einstaka tilvikum eru skerpt á litum og myndir unnar fyrir vefverslunar að tónar lita breytast örlítið.Öryggisskilmálar
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin.Varnarþing
Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur Ný tunglskin ehf. á grundvelli ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.Ábyrgðarskilmálar vegna vörukaupa
Tveggja ára ábyrgð frá kaupdegi skal almennt gilda um vöruna sem skráð er á ábyrgðarskírteini, hvort sem kaupandi er neytandi eða fyrirtæki. Vörur sem eðli málsins samkvæmt hafa skemmri endingartíma skulu þó ekki hafa svo langan ábyrgðartíma. Það á t.a.m. við um rafhlöður en eins árs ábyrgð frá dagsetningu sölunótu gildir fyrir rafhlöður í símtæki og sex mánaða ábyrgð fyrir rafhlöður í þráðlaus símtæki.Viðgerðir
Komi í ljós að skoðun lokinni að símtækið er ekki gallað eða af öðrum ástæðum ekki í ábyrgð hjá Ný tunglskin ehf. (s.s. ef högg- eða rakaskemmdir eru til staðar skv. mati viðgerðaraðila), ber viðskiptavini að greiða skoðunargjald í samræmi við verðskrá viðgerðaraðila hverju sinni..