Mi T500 er ný kynslóð rafmagnstannbursta og er nýjasti rafmagnstannburstinn frá Xiaomi. En hann kom á markað í lok árs 2019.
Tannburstinn er einstakur á margvíslegan hátt og auðveldar fullorðnum og börnum að viðhalda sem allra bestri tannheilsu.
Mijia T500 er lengri og hljóðlátari en fyrri útgáfur sem gerir hann einstaklega þægilegan í notkun. Tannburstinn er með hátíðni fjöðrunarmótor sem nær að hreinsa tennurnar án þess að skilja eftir helgidaga.
Hann er hægt að tengja Mijia appinu þar sem hægt er stilla hann eftir því sem passar best. Hægt er að fylgjast með framgangi tannburstunar hverju sinni sem og fá sögu tannburstunar. Hann hefur innbyggða skynjara sem segja algjörlega til um gæði og tímalengd tannburstunar í hvert skipti. Tannburstinn skynjar ofþrýsting sem kemur í veg fyrir skemmdir á tannholdi og glerungi.
Útkoman er ekki bara gagnleg heldur líka skemmtileg og hvetjandi þar sem gefin er einkunn fyrir frammistöðuna og eins er sýnt myndrænt hvað má betur fara. Einstaklega hvetjandi fyrir börn þar sem takmarkið er að bæta sig í hvert einasta skipti.
Hægt er að stilla hraða og tímalengd tannburstann eftir því hvað hentar, bæði með innbyggðum stillingum eða eftir hvers og eins þörfum.
Tannburstinn er með vatnsheldni staðalinn IPX7og hefur 700 mAh rafhlöðu sem endist í rúmlega tvær vikur á einni hleðslu og því þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því að hann verði fyrir vatnsskemmdum. Mi Electric Toothbrush er algjör vinnuþjarkur en hann titrar 31.000 sinnum á mínútu.
Það er 2 ára ábyrgð á öllum vörum Tunglskins.