Mi Smart Antibacterial Humidifier 2
Nauðsyn raka í loftinu
Þegar loftið í herberginu er þurrt, þá sér Xiaomi Mi Smart Antibacterial Humidifier til þess að dæla raka út í loftið og sjá til þess að þér líði vel.
Rakatækið minnkar ofnæmisvaka og aðra mengun í loftinu. Eftir að vatnið í vatnsgeyminum er búið að fara í gegnum sótthreinsun fer það framhjá úthljóðsgjafa sem titrar mörg hundruð sinnum á sekúndu og sundrar vatninu í mistur. Þurrt loft er sogað inn í rakatækið og leitt framhjá úthljóðsgjafanum og út kemur þokumistur.
Það er innbyggður rakamælir í tækinu sem hjálpar til við að halda loftinu í herberginu við jafnt rakastig.
Það er útfjólublátt ljós í tækinu sem drepur allt að 98,8% allra baktería. Þetta sér til þess að loftið heima hjá þér er hreinna en ella!
Allir fletir í tækinu sem komast í snertingu við vatn eru gerðir úr endingargóðu plasti með bakteríu-fráhrindandi yfirborði.
Það heyrist varla í Xiaomi Mi Smart Antibacterial Humidifier (minna en 38 db ) þegar það er í gangi og því er hægt að nota það hvar sem er í húsinu, án nokkurar truflunar.
Enfalt, stílhreynt útlit
Xiaomi Mi Smart Antibacterial Humidifier tekur 4,5 lítra af vatni í geyminn sinn. Með þessu magni getur rakatækið unnið samfellt í 16 klukkustundir án þess að þurfi að fylla á það. Það er einfaldur en skýr vatnshæðarmælir á hlið tækisins; glær plaströnd beint inn í vatnsgeyminn.
Rakatækið er að megninu til búið til úr einu sívalningslaga plaststykki sem er 33,6 cm á hæð og 20,7 í þvermál. Mínimalískt útlitið sér til þess að tækið fellur allstaðar að umhverfinu.
Undir tækinu eru stamir fætur sem sjá til þess að það renni ekki til.
Xiaomi Mi Smart Antibacterial Humidifier er með innbyggt 2,4GHz Wi-Fi netkerfi og er hægt að stjórna því með Xiaomi Mi Home appinu. Til dæmis þá getur þú stillt tímann sem það á að vera í gangi og líka rakastigið. Appið sýnir þér stöðuna á vatninu í geyminum og hvenær þarf að fylla á. Þegar geymirinn er að tæmast, þá fer tækið sjálfkrafa á „standby mode“ til að koma í veg fyrir skemmdir.
Það er lía hægt að stjórna því með raddstýringu í gegnum Google Voice Assistant eða Amazon Alexa!
- Loftinu er dælt í gegnum síu og búið er til mistur til að auka raka í loftinu
- Útfjólublátt ljós drepur allt að 98,8% baktería
- Gert úr endingargóðum efnum með bakteríudrepandi yfirborði
- Gengur samfellt í 16 klukkustundir á einum vatnstanki
- Virkar með Mijia appinu
Vörulýsing
Framleiðandi: Xiaomi
Tegund: ZNJSQ01DEM
Litur: Hvítt
Orkugjafi: Um rafmagnssnúru
Þyngd: 1,9 kíló
Stærð: L x B x H 19 x 19 x 35.3 sentimetrar