Þrír hnífar sem geta snúist um hvern annan, ná betur að húðinni en með einum eða tveimur hnífum. Skeggið vex og sveigir í allar áttir en með hringlaga, tveggja laga hnífum, þá lyftir fyrri hnífurinn skegginu lítillega og svo kemur aðal-hnífurinn og klippir það. Mun nær og betur en þú átt að venjast.
Það þarf ekki að þrýsta rakvélinni fast að andlitinu. ITF fjöðrunin sem hnífarnir liggja í, sér um að halda jöfnum þrýstingi að andlitinu. Og með tvöföldu skurðarneti við hnífana, eykst það magn skegghára um 50% sem hnífarnir klippa í hverri umferð miðað við einfalt net.
Það fylgir með bartskeri og hreinsibursti, sem er hægt að skipta út fyrir rakhnífana.
Hágæða ryðfrítt stál er í hnífunum og þeir geta snúist allt að 3.000 snúninga á mínútu.
Burstinn sem fylgir er að grunni til gerður úr bambus með u.þ.b. 20.000 bursta-þráðum. Þeir gæla við húðina á meðan þeir draga fitu og óhreinindi úr húðinni.
Helstu atriði:
Tveggja hraða.
4 LED gaumljós- Straumur, hleðsluljós þegar 5% er eftir á rafhlöðunni, lás og þörf á hreinsun.
IPX7 vatnsþéttni – Hægt að þrífa undir rennandi vatni og raka sig með raksápu.
Hver hleðsla dugar í um 60 mínútur.
Hlaðin með USB-C tengi.
Hulstur úr gervileðri.