Mi True Earbuds Basic 2 heyrnartólin eru með True Wireless Stereo (TWS) tækni sem gerir þér kleift að hafa steríóhljóð þegar þú ert að nota bæði heyrnartólin á sama tíma.
Við fyrstu notkun eru heyrnartólin tengd við símann eða tölvuna á einfaldan hátt. Að því loknu þarf einungis að taka þau úr hleðsluboxinu og við það kveikja þau á sér og tengjast tækinu þínu sjálfkrafa.
Heyrnartólin hafa 12 klukkustunda spilun með fullri hleðslu og full hleðsla tekur 90 mínútur.
Þú stýrir aðgerðum með því að nota takka á heyrnatólunum meðan þú ert með þau í eyrunum og getur þannig svarað símtölum, skipt um lag og margt fleira.
Inni í heyrnartólunum höfum við 7,2 millimetra hátalara sem er fær um að skila „djúpum bassa og hágæða steríóhljóði“.
Á báðum heyrnartólum eru snertafletir til að stjórna margmiðlun og skipunum.
Hleðsluboxið er fallega hannað og er hlaðið með ör-USB tengingu sem staðsett er að aftan. Boxið inniheldur 300mAh rafhlöðu.
Minnkun umhverfishljóða er í fyrirrúmi sem skiptir miklu máli þegar um þráðlaus heyrnartól er að ræða.
Hljóðnemarnir á heyrnatólunum eru með búnað sem tryggir að þeir nái röddinni þinni sem best, en útiloki sem mest af umhverfishljóðum. Þetta á einnig við þegar hlustað er á tónlist, heyrnatólin sía út umhverfishljóð svo þú heyrir betur.
Allt er þetta gert til að gera upplifun þína sem þægilegasta og ekki hvað síst til að færa þér fínustu hljómgæði.
Airdots / Air Dots / Earbuds
Það er 2 ára ábyrgð á öllum vörum Tunglskins.